Lýsing
Múmínsokkar frá A-Ö, 29 sokkauppskriftir
Komdu í stafrófsferðalag um múmíndal!
Í þessari litríku prjónabók er að finna uppskriftir að 29 sokkapörum sem innblásin eru af sögum Tove Jansson um múmínálfana. Hér birtast þessar dáðu persónur í glaðlegum mynstrum og hugmyndaríkri hönnun.
Sokkarnir eru í fjölbreyttum stærðum sem henta allri fjölskyldunni en í bókinni er auk þess bent á ýmsar leiðir til aðlaga uppskriftirnar þannig að þær passi hverjum og einum sem best. Hér ættu því allir múmínaðdáendur að finna sokkapar við sitt hæfi.
Guðrún Hannele Henttinen þýddi.